Skólar ehf., einkarekið fyrirtæki í skólarekstri er rekstraraðili Heilsuleikskólans Sólborg er með þjónustusamning við Suðurnesjabæ. Skólar ehf. var stofnað árið 2000 og sér um rekstur sex leikskóla. Þeir eru auk Sólborgar: Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík, Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi, Ungbarna Heilsuleikskólinn Ársól í Reykjavík, Heilsuleikskólinn Skógarás í Reykjanesbæ og Heilsuleikskólinn Urriðaból í Garðabæ.

Einkunnarorð Skóla ehf. eru "heilbrigð sál í hraustum líkama" og stefnir fyrirtækið að því að verða leiðandi í þekkingu og aðferðafræði heilsueflandi leikskólastarfs með heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins að leiðarljósi.

Markmið Skóla ehf. eru að:

Stuðla að heilbrigði og auknum lífsgæðum nemenda til frambúðar
Skapa aðstæður og umhverfi sem hvetja nemendur til heilsusamlegra ákvarðana
Vera í fararbroddi þegar kemur að heilsueflingu og auka veg hennar í skólastarfi
Fjölga heilsuskólum á leikskólasviði í náinni framtíð.

Stjórnarformaður Guðmundur Pétursson

Framkvæmdastjóri Kristín Margrét Baranowski

Fjármálafulltrú Edda Tryggvadóttir.

Aðalskrifstofur Skóla ehf eru á Ásbrú, við Flugvallarbraut 752 í Reykjanesbæ.

© 2016 - Karellen