Heilsuleikskólinn Sólborg býður börnum upp á kærleiksríkt og öruggt umhverfi, þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín, hver á sinn hátt. Við venjum nemendur við heilbrigðan lífstíl og vonum að það muni fylgja þeim inn í fullorðinsárin.

Skólinn starfar eftir hugmyndafræði Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Markmið skólans er að stuðla að heilsueflingu leikskólasamfélagsins með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun í leik.

Öll börn ættu að alast upp við það að læra að virða heilsu sína og annarra sem ómetanleg verðmæti og grundvöll fyrir fullnægjandi lífi. Í Heilsuleikskólanum Sólborg er heilsuefling höfð að leiðarljósi í einu og öllu.

Í Heilsustefnunni er unnið markvisst með hreyfingu og sköpun á þann hátt að öll börn fá skipulagðar stundir með sérhæfðum kennurum 1-2 sinnum í viku. Þessar stundir eru fyrirfram skipulagðar og tengjast bæði þeim þáttum sem prófaðir eru í Heilsubók barnsins og áherslum leikskóla. Heilsuleikskólar kappkosta að auka velferð barna með góðri næringu og hefur Heilsustefna Unnar Stefánsdóttur sett sér næringarstefnu sem unnin er af næringarfræðingi og lýðheilsufræðingi í takti við opinberar ráðleggingar um mataræði og næringarefni. Þar sem næringarefni koma úr mismunandi matvælum er fjölbreytni í fæðuvali í hávegum höfð í Heilsuleikskólum auk þess sem mikil áhersla er lögð á að elda allan mat frá grunni. Með fjölbreytni að leiðarljósi er passað upp á að ráðlögðum dagskammti (RDS) sé náð og stuðlar fjölbreytnin um leið að heilbrigðum matarvenjum barnanna til framtíðar.

Markmið skólans er að stuðla að heilsueflingu leikskólasamfélagsins með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun í leik.

© 2016 - Karellen